top of page

 

ANDARTAKIÐ


Þegar þú sættir þig að fullu við andartakið, þetta andartak sem er svo dýrmætt og stórkostlegt þá fara undrin að finna sér stað í tilvist þinni.
 

Og þegar hugurinn fárast ekki lengur yfir því sem er, þá hægir á hugsununum og kyrrðin færist yfir, alveg eins og þegar þú ferð að sofa, nema þú ert ekki að fara að sofa.
Þú ert hins vegar að skerpa athyglina við einbeitta árvekni og viðleitnin er vakandi meðvitund í nú ,andandi’ varurð.

(HÉR AÐ NEÐAN : ÞAR SEM FRÁ VAR HORFIÐ Í APRÍLFRÉTTABRÉFI THETA VELFERÐAR ... )
 

Varurð er það vöku ástand, þar sem hugurinn er kyrr, engin íhlutun, ekkert hluttengt ástand, engin skilyrðing,  algert tóm, hugurinn er tómur af hugsunum en fullur af þér, óskilgreint ég, hlutlaust og óskilyrt ,Ég’  í tíma og rúmi og aðgreiningin hverfur.

,Ég’ verður að ,Við’, allt sem ,Er’.
 

Í staðinn kemur vakandi kyrrð.  Vitundin er alskýr og hugurinn laus við að setja merkimiða á andartakið eins og hann gerði áður.  Andartakið leysist upp í kristaltæra eilífa vakandi varurð.
 

Þetta innra andspyrnuleysi færir þig á vit þeirrar óskilyrtu vitundar, sem er svo óendanlega miklu dýpri en mannshugurinn, og getur nú fengið að segja sitt og hjálpa þér á ýmsa vegu.
Við getum valið að setja merkimiða á þetta ástand og kalla það ýmsum nöfnum, eins og innsæis vakning, opnun fyrir innsæi, innri skilningur, viska hjartans, sterk jákvæð tilfinningaleg sannfæring, djúp innileg tiltrú, o.s.frv, en ekkert af þessum orðum, hugsunum, hugtökum og hugmyndum sem hugurinn kallar fram til að lýsa þessu ástandi, þessari eiginlegu upplifun, tekst honum að festa í hugtak, merkingu.   Lífið er meira, miklu meira en hugmyndafræðin sem maðurinn býr til með hugann að vopni. Undrin eiga sér stað handan við hugann.





Hér kemur tilvitnun í merkan prest -

heimspeking og andlegan fræðara, Antony de. Mello

Lífið hefur enga merkingu.


Um leið og þú lítur á heiminn í gegnum hugmyndafræðina þá ertu búin að vera.  Enginn raunveruleiki passar við hugmyndafræðina. Lífið er handan við hana.  Það er þess vegna sem fólk er altaf að leita að merkingu lífsins. En lífið hefur enga merkingu, það getur ekki haft merkingu af því að merking er aðferð, formúla, merking er eitthvað sem hugurinn grípur sem skilning.  Í hvert skipti sem þú skilur eitthvað í raunveruleikanum, þá ert þú sleginn af einhverju sem eyðileggur þann skilning fyrir þér. Þú finnur aðeins merkinguna þegar þú ferð handan við hana.  Þú færð aðeins vit í lífið þegar þú skynjar það sem ráðgátu eða leyndardóm og það er ekkert vit í því fyrir hugmynda hugann. 
 

Hugleiðing eftir Antony de Mello, þýtt og endursagt

Við þessa kyrrðar upplifun breytast oft kringumstæðurnar til hins betra.
 

Það er þegar skilyrt mótstaða hugans og viðnám er tamið, og hugurinn hefur gefið eftir yfirstjórnina og viska hjartans og andinn innra með okkur tekur yfir handleiðsluna, og leiðir okkur inn í skilning á okkur sjálfum.



Ljós og kærleikur  ~ ,ÉG ER LÍF'

Viðar Aðalsteinsson, mannræktarráðgjafi

 

10.APRÍL 2013

DÝRMÆTT ANDARTAK Í APRÍL

bottom of page