top of page

Theta Velferð

Theta Velferð er heildræn nálgun sem Viðar Aðalsteinsson hefur þróað sem aðferð í mannræktarvinnu og ráðgjöf sinni. Þá er EFT (Emotional Freedom Techniques), dáleiðslutækni og heilun beitt samhliða. Þessi samþáttaða nálgun hefur sýnt sig sem virkilega áhrifarík aðferð, enda unnið út frá því markmiði að ná fram langvarandi vellíðan hjá skjólstæðingum. 

Theta Velferð er skýrskotun í heilabylgjusviðið theta sem mælist hjá einstaklingum í afar djúpu slökunarástandi (4 -7 HZ) sem Viðar aðstoðar fólk við að ná. Þegar við finnum okkur í theta ástandi eru kjöraðstæður til þess annars vegar að brjóta niður gamla vana eða hugform sem ekki þjóna okkur lengur, og hins vegar til að byggja okkur upp, efla sjálfstraust, auka færni, og vinna jákvætt með alla okkar þætti; huga, hjarta, líkama og sál.



Lestu þér frekar til um nálganirnar sem Viðar notar með því að smella á hnappana hér að neðan.



~

„Theta bylgjusviðið hvílir á þröskuldi undirmeðvitundarinnar og hefur verið kallað lærdómshlið okkar.“

bottom of page