top of page

EFT - Emotional Freedom Techniques

Árið 1920  upplýsti Einstein fyrir vísindaheiminum að allt efni lægi einhversstaðar í samfelldri heild. Þetta var dregið saman í frægri afstæðiskenningu hans sem opinberast í formúlunni E=MC².  Ef við skoðum mannslíkamann sem orkusamsetningu frekar en aðskilin líffæri, parta eða jöfnu af efnum, munum við skilja af hverju og hvernig EFT vinnur.

EFT mótast af ‚sálfræðilegum þrýstipunktum‘ sem nota hið forna kínverska lengdarbaugakerfi til að fá lausn á sálrænni streitu og lífeðlisfræðilegum sársauka. 

EFT kemur jafnvægi á orkukerfið með röð af áslætti eða ‚dumpi‘ (tapping) sem örva sjálfgefna lengdarbauga við taugaenda á andliti og líkama. Með því að endurheimta jafnvægi orkukerfisins þá er uppruni tilfinningalegs ójafnvægis gerður hlutlaus, sem leyfir þá líkama og huga að endurheimta náttúrulegan lækningahæfileika sinn.

Það er öruggt og auðvelt að nota EFT og allir geta nýtt sér þessa tækni, börn sem fullorðnir. Það er Bandaríkjamaðurinn Gary Craig sem var hugmyndasmiðurinn að EFT, en EFT tæknin heyrir til nýrrar nálgunar á sviði lífsorkusálarfræði (Energy Psychology).



EFT er ein árangursríkasta, skilvirkasta og varfærnasta meðferðartækni sem Viðar hefur komist í kynni við á áratugalöngum ferli sínum sem meðferðaraðili í sjálfsstyrkingu og mannrækt.


  

 

 



 



















ÁHRIFAMÁTTUR EFT

EFT  er notað á ýmiss konar veikindi og ójafnvægi.
Það sem oftast er spurt um af skjólstæðingum Viðars er: „Get ég nýtt mér þessa aðferð við eitthvað annað en streitu og kvíða?” Svarið er, JÁ! 

 

Hér fyrir neðan sjáið þið ýmiskonar veikindi og erfiðleika þar sem EFT meðferð hefur komið  að gagni:

Lausn frá angist  

EFT getur létt bráða kvíða giftusamlega, almenna angist og ótta við að tala opinberlega. Langvarandi vandamál virðast ekki skipta máli varðandi árangur við notkun EFT.  Hins vegar eru sumar kvíðaraskanir flóknari en aðrar og fleiri undirliggjandi fletir sem legið geta þar að baki og þurfa þá viðhlítandi umhyggju og meðferðar með.


Fælni 

Það liggja fyrir heimildir um glæsilegan árangur við að gera vissa fælni hlutlausa svo sem: innilokunarkennd, hræðslu við nálar, lyftur, köngulær o.s.fr. Með því að dumpa á ákveðna taugaenda lengdarbauganna og stilla sig um leið inn á vandamálið þá vinnst úr ákveðinni  orkustíflu og lausn fæst.
 



Sektarkennd, skömm og lágt sjálfsmat  

EFT léttir sektarkennd og skömm með því að einbeita sér markvisst að sérstöku atviki og viðhorfum  sem liggja að baki þessum ákveðnu tilfinningum. Skjólstæðingarnir  eru hvattir til að þroskast tilfinningalega með því að samþátta það sem þeir hafa lært af því sem gerst hefur. Þau takmarkandi viðhorf sem við höfum á okkur (eins og „ég er ekki verðug (ur) ”,  „ég á ekki skilið velgengni”,  „ég er ekki þess virði að einhver elski mig”, o.s.fr.) styðja lélega sjálfsmynd, en hægt er að umbreyta þeim með EFT.



Stjórn á verkjum og líkamlegum veikindum  

Þrátt fyrir læknisfræðilegar skýrslur um skaða í stoðkerfi sem sjást á röntgenmyndum eða niðurstöður blóðrannsókna, þá hefur náðst ásættanlegur árangur með EFT í að lina sárssauka og koma aftur á jafnvægi í líkamanum.  Það getur flýtt fyrir bata, aukið hringrás orkunnar, minnkað spennu í vöðvum og  beint athyglinni að tilfinningalegum þáttum  sem gætu hafa verið upphafið að baki þessu líkamlega ástandi. Við höfum  sögur um bata eins og mígreni, króníska bakverki, leiðniverki eftir skurðaðgerðir, verki/blæðingar/bólgur, andarteppu, margskonar gigt, fyrirtíðaspennu, mjólkursykuróþol, ofnæmi, lágan blóðsykur, gyllinæð o.fl. Varðandi árangur, þá virðist ekki skipta máli hversu lengi vandamálin hafa staðið yfir.
 

Stöðvun reykinga  

Reykingamenn nota efnið í sígarettunum til að róa taugkerfið. EFT getur með  árangursríkum hætti eytt löngun til reykinga, létt lífeðlisfræðileg og sálfræðileg flóttaeinkenni og gert umhverfis áreiti sem geta leitt til þess að viðkomandi falli í ásetningi sínum, óvirk. Það er hægt að vinna með allar efnafræðilegar fíknir, þar með talið fíkn í áfengi, kókaín og læknalyf.

 

Áfallahjálp

Streitu ójafnvægi eftir áfall, er líst þannig, að það koma upp truflandi endurteknar hugsanir, tilfinningar og myndir tengdar upprunalega áfallinu. EFT tekur á hinum ýmsu flötum áfallsins með því að deyfa  styrkleika þrásetinna minninga og draga úr sjálfu áfallinu. Skjólstæðingurinn getur þá endurskipulagt tilfinningar sínar og þroskað með sér meiri viðhorfs aðlögun og uppbyggjandi framkomu sem hæfði ríkjandi aðstæðum í lífi hans. EFT flýtir einnig fyrir heilun með því að taka fyrirgefninguna inn í ferlið.
 

Þyngdartap

Matur er oft notaður til að róa niður og svæfa djúpa angist og tilfinningalegan sársauka.  EFT getur miðað út og losað tilfinninguna sem drífur áfram ákafa löngun og þrá í mat, óviðráðanlegt ofát og sjálfsskemmandi hegðun. Til viðbótar getur EFT breytt viðhorfi um bjagaða líkamsímynd og komið í veg fyrir að viðkomandi þyngist aftur eftir að ásættanlegum árangri hefur verið náð.





Heft frammistaða í íþróttum
Íþróttamenn nota EFT á árangursríkan hátt við að minnka vöðvaspennu, takast á við kvíða við frammistöðu og draga úr  öllum sálfræðilegum þáttum  sem gætu heft þá í því að ná hámarks árangri.  Þegar þú fylgist með atvinnumönnum í íþróttum getur þú séð hvernig hugur þeirra getur blekkt þá í því að draga úr árangri þeirra á íþróttaleikvanginum. Þessir íþróttamenn hafa fengið frábæra þjálfun og eru með alla nauðsynlega færni til að taka þátt í erfiðum keppnum.  Það er yfirleitt streita, spenna og ótti við að mistakast eða að ná árangri og álagið, sem hefur áhrif á frammistöðu þeirra.  EFT getur hjálpað atvinnufólki sem áhugafólki í þróttum að auka árangur sinn, sértstaklega undir álagi.

 

Ef þú hefur áhuga á einkatímum eða að sækja námskeið hjá Viðari, getur þú haft samband með því að hringja í síma: 694 5494,  eða sendu tölvupóst á: vidar@theta.is

bottom of page