top of page

Dáleiðsla

​NÝ UPPBYGGJANDI VIÐHORF
 

Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem við sjáum samferðafólk okkar nýta alla sýna frábæru krafta og hæfileika, sér og öðrum til ánægju, hamingju og velfarnaðar?

Manneskjan býr yfir mögnuðum krafti sem hún getur nýtt sér betur!
 

Við lifum flest þannig, að við gerum okkur ekki grein fyrir nema smáhluta af þeim möguleikum sem felast innra með okkur og við vonum að heppni eða einhver óþekktur kraftur muni kannski einhverntíma breyta lífi okkar. 

Þegar fram líða stundir horfum við til baka og spyrjum okkur, hversvegna við höfum ‚misst af lestinni‘.  Við gerum okkur ekki grein fyrir því að þessi óþekkti kraftur er þegar fyrir hendi, innra með okkur, bíður eftir að þjóna okkur og er þess megnugur að færa okkur meiri gleði, frið og fegurð inn í dagsdaglegt líf okkar.




 

UNDIRMEÐVITUNDIN



Með dáleiðslu er hægt að leiðrétta misskilning sem búið er að koma fyrir inn í undirmeðvitundinni.

Undirmeðvitundin þjónar okkur eins og minnisbanki eða tölva. Í henni dvelja ímyndunaraflið og tilfinningar okkar.  Undirmeðvitundin viðheldur vanabundinni hegðun okkar og sér um ósjálfráða starfssemi líkamans.  Hún er rafallinn sem stjórnar orku okkar í lífinu. Orku sem knýr okkur til að ná markmiðum okkar. Undirmeðvitundin framleiðir og losar þessa orku vægðarlaust, og ef meðvitaði hugurinn stjórnar henni ekki, þá er henni stjórnað eftir tilviljunum og kringumstæðum. Viðtekt undirmeðvitundarinnar ræður hvort við upplifum mistök eða velgengni, veikindi eða góða heilsu, óhamingju eða hamingju.

Hegðun er einungis orka sem er túlkuð á einn eða annan veg. Það er ekki hægt að eyða þessari orku, og það er ekki hægt að skapa hana, en það er hægt að beina henni í ákveðna átt. Undirmeðvitundin er  bæði stöðugt og ómeðvitað að nota þessa orku til að halda áfram að markmiðum. Án stjórnunar þinnar gæti hún stefnt að veikindum, mistökum eða einhverju öðru niðurbrjótandi markmiði og hún nær alltaf því sem hún stefnir að.  Hér er augljóst að undirmeðvitundin ætti að vera hlýðinn þjónn.  Hún er ekki góður húsbóndi, því hún er ófær um að velja rétt markmið.

Undirmeðvitundinni er ekki ætlað að hugsa, heldur bregðast við hugsunum sem þú gefur henni og framkvæma skipanir þínar. Það er miklu auðveldara að leiðbeina undirmeðvitundinni,  heldur en að láta hana ráðskast með  þig.  Henni er ætlað að vera til þjónustu, en þér er ætlað að stjórna.  Ef undirmeðvitund þín hefur ekki ýtt þér til velgengni og hamingju, er tími til komin að þú farir að skipa fyrir.

Umbreytingakrafturinn býr í undirmeðvitundinni.

 

SJÁLFSDÁLEIÐSLA
 

Ýmis form sjálfsdáleiðslu, og/eða hugleiðslu sem er ástunduð um nokkurra vikna skeið, leiða til merkjanlegra breytinga. Það er dásamlegt að geta bæði slakað á líkama og huga með hugleiðslu og víkkað út undirmeðvitundina með því að fylgjast með án íhlutunar.  Einnig er gott að stjórna undirmeðvitundinni með jákvæðum innsetningum um lífið, sem þú velur og er það sem sjálfsdáleiðsla býður upp á. Kvíði minnkar, minnið batnar, námsárangur eykst, sjálfstraustið vex og því fylgir betri líðan og hamingja.  Frábærir eiginleikar dáleiðslunnar eru þeir að hægt er að læra að nota dáleiðslu einn með sjálfum sér á einfaldan hátt og með góðum árangri.

Sjálfsdáleiðsla er náttúrulegt og eðlilegt mismunandi djúpt hugarástand þar sem manneskjan hefur framkallað sefjun hjá sér og kyrrð, ró og einbeitt athygli ríkir hið innra. Í dáleiðslu hvílum við meðvitaða hugann og leyfum því góða að fara beint niður í undirmeðvitundina án ritskoðunar úr skilyrta sviði hugans.
Í þessu djúpa hugarástandi er undirmeðvitundin opin og tilbúin að taka við jákvæðum, uppbyggjandi og styrkjandi innsetningum án íhlutunar og efasemda rökhugans og fær því að stefna að ákveðnu markmiði óáreitt. Í þessu ástandi hefur fólk vald til að takast á við hegðunarmynstur og vana sem það vill losna við og getur einnig styrkt allt hvaðeina sem það vill hafa meira af.


Ef við tökum ábyrgð á hamingju okkar, munum að við höfum valið og leiðréttum misskilning þá munum við hafa þá gæfu til að bera að lifa í meiri gleði, ljósi og kærleika.

Ég vil bjóða þér í ferðalag sem gæti umbreytt lífi þínu
Viðar Aðalsteinsson
 

Ef þú hefur áhuga á einkatímum eða að sækja námskeið, getur þú haft samband með því að hringja                     í síma: 694-5494, eða senda tölvupóst á: vidar@theta.is

bottom of page