top of page

Ekkert annað spendýr sýnir eins mikinn vilja til andlegrar tryggðar við fjölskyldu og samfélagsheild  og Úlfurinn. Viðhorf Úlfsins er einfaldlega, stöðug sýn á velgengni allra í Úlfasamfélaginu.

GÓÐ HEIÐARLEG OG FALLEG SAMBÖND

5 Grunnþrep og hæfni til að viðhalda þeim

 

 

Heil og sæl kæru vinir.

Þá er kominn júní og ef vel er að gáð þá hefur hitastigið hækkað aðeins, frá degi til dags.  Það er yndislegt að velja að upplifa hvernig náttúran getur leikið við skilningarvitin um þessar mundir, náttúran er að vakna af svefni vetrar og allt er einhvernveginn eins og það á að vera, í takti við hrynjanda lífsins.

Það er yndislegt til þess að vita að við getum valið að vera mild í skapi og létt í lund. 

Þegar við beinum athygli okkar að jákvæðum hugsunum og hugmyndum erum við að búa til veruleika inni í líkamanum sem speglar þessar hugsanir og myndir, og úr verður yndislegur innri veruleiki sem tengist taugakerfinu og undirmeðvitundinni á mjög svo fallegan og undursamlegan hátt.



Aðgát í hugsun og orði skal höfð í nærveru sálar ..

Þegar þú sættir þig að fullu við andartakið, þetta andartak sem er svo dýrmætt og stórkostlegt þá fara undrin að finna sér stað í tilvist þinni.

Og þegar hugurinn fárast ekki lengur yfir því sem er, þá hægir á hugsununum og kyrrðin færist yfir, alveg eins og þegar þú ferð að sofa, nema þú ert ekki að fara að sofa. Þú ert hins vegar að skerpa athyglina við einbeitta árvekni og viðleitnin er vakandi meðvitund í nú-,andandi’ varurð.

VIÐ GETUM VALIÐ AÐ TAKA TIL Í UNDIRMEÐVITUNDINNI NÚNA

 

Núna er mars​ að byrja, og út frá stjörnuspekinni erum við því að fara inn í mitt vatnsmerki fiskanna, sem varir fram til 21. mars. Vatn tengist tilfinningum og tilfinningar fara um undirmeðvitundina og er því tilvalið að skola í burt gamla lúna vana og önnur óþægindi sem hafa verið að valda okkur óöryggi og þyngslum.

Please reload

bottom of page