top of page

DJÚPSLÖKUNARTÍMAR HJÁ VIÐARI

Á stofu sinni Theta Velferð býður Viðar upp á endurnærandi klukkutíma langa djúpslökunartíma.

Tímarnir eru fyrst og fremst hugsaðir til þess að þú náir sem dýpstri og sem mest heilandi slökunarstund. 

~

Djúp slökun í vökuástandi er lykillinn að góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi - Það er á kristaltæru!



Því miður er það orðin óyggjandi staðreind að streita, stress og kvíði eru eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál nútímans. Þá helst í ljósi þess að samfara þeim óþægilegu líkamlegu einkennum sem þessir andlegu kvillar hafa í för með sér, að þá getur slík vanlíðan að auki ýtt undir áráttutengda hegðun og ávana sem einungis bæta gráu ofan á svart.  T.a.m. reykingar, lyfja- og vímuefnaofnotkun, matarfíkn og aðrar fíknir eru í yfirgnæfandi tilfellum afleiðingar andlegrar vanlíðunar.        



Eins léttvægt og okkur kann að finnast sú gjörð að róa hugann og taka sér smá hvíld á milli anna yfir daginn, að þá getur þessi stutta ástundun skilið á milli þess að lifa í vanlíðan eða að líða frábærlega vel og finna fyrir innri sátt og gleði.



Að ná að komast í djúpt slökunarástand getur því unnið kraftaverk í þessum efnum!

Að ná að slaka sig inn í djúpan heilandi svefn að kvöldi dags er gulls í gildi.

Djúpslökunartími hjá Viðari er dýrmæt gjöf til sjálfs þíns. Þú finnur fyrir áhrifamætti djúprar vellíðunar í núinu og þú tekur með þér heim ráðgjöf um það hvernig þú getur sjálf/ur borið þig að heima við, eða í daglegu lífi þínu. Eins og við köllum það, tekið þér 3 mínútna máttarstund á hverjum degi.



  • Viltu gefa ástvini 'Einkatíma í djúpslökun'? Hægt er að nálgast gjafabréf hjá Viðari, hafið samband. 
  • Sjá SÝNISHORN

bottom of page