top of page

Ítarlegar upplýsingar um prógrömm fást hjá Viðari í síma 694-5494 / netfang: vidar@theta.is

DJÚPSLÖKUN OG KYRRÐ HUGANS


Undirstaða heildrænnar vellíðunar!

Upplifðu nærandi áhrif djúpslökunar á líf þitt og hversu öflugt það er að geta kallað fram hugarástand kyrrðar, og um leið árvekni og einbeitingu. 

Viðar kennir þér heildræna samþáttaða öndun og slökunaröndun, þ.e. að anda meðvitað með öllum líkamanum, og þjálfar þig í sjálfsdáleiðslu og sefjun.

FRELSI FRÁ STREITU OG KVÍÐA

 

Lærðu listina að 'dumpa' og dansa í gegnum lífið!

Við komumst að rót vandans; hvað er streita og hvaða undirliggjandi þættir valda henni? 


Kennd er öndun, EFT og sjálfsdáleiðsla. Við getum breytt viðhorfi okkar til lífsins með því að vinna með undirmeðvitundina og losa okkur undan fjötrum streitu og kvíða. Verum frjáls í núinu!

LÉTTARI LÍFSSTÍLL

 

Í þessu prógrammi fær fólk innsýn í heilsusamlegar  lífsskoðanir er varða öndun,  hreyfingu og matarvenjur og hvernig það getur viðhaldið góðum ásetningi.

Sleppum þyngslum vanmáttarkenndar og skilyrtrar hugsunar og treystum á góða framvindu. Losum okkur undan fjötrum fortíðar. Glæsilegt prógramm fyrir þá sem vilja upplifa árangur!

REYKSTOPP!

 

Fólk hefur náð frábærum árangri í REYKSTOPPI hjá Viðari!

Prógrammið telur 6 einstaklingsmiðaða tíma á stofu, og í fyrsta tímanum stoppar þú reykingarnar. Þú færð dýpri skilning á orsökum reykinga og hvers vegna það er svona erfitt að stoppa þær.Viðar notar EFT, dáleiðslu, sefjun, skapandi uppbyggjandi hugsýnir, jákvæðar innsetningar og orkujöfnun ásamt öðrum nálgunum til að ná árangi í vinnu sinni með fólki í reykstoppi.

Þú getur notað allar þessar aðferðir til að viðhalda góðum árangri og ásetningi til frambúðar.

 

SJÁLFSSTYRKING

 

Vildir þú óska þess að þú finndir fyrir meira hugrekki í lífinu? 

Er óöryggi að hefta þig í að lifa því lífi sem þig dreymir um?

Með EFT og sjálfsdáleiðslu færðu dýpri skilning á því sem er að valda óöryggi hjá þér og Viðar hjálpar þér að vinna að því að gera það hlutlaust svo þú getir farið að lifa lífinu í frelsi! 



Með sterkri heilbrigðri sjálfsmynd verða þér allir vegir færir!

bottom of page