Viðar Aðalsteinsson mannræktarráðgjafi
Viðar Aðalsteinsson hefur tengst mannrækt og innri vinnu í um fjóra áratugi. Frá 1972 stundaði hann nám í Raja yogafræðum í 12 ár, hjá Zophóniasi Péturssyni, Swami Dhamananda, þar sem áhugi hans á manneskjunni í heild sinni og mannúðarstörfum kviknaði. Þá steig hann sín fyrstu skref og lagði grunn að vinnu sinni með skjólstæðingum.
„Allt sem við gerum fyrir okkur af hjartans einlægni er mannrækt“
Viðar hefur farið ótroðnar slóðir í gegnum tíðina og kynnt hingað til lands áhrifaríkar heildrænar lausnir sem hafa stutt fjölda fólks í leit þeirra að innra jafnvægi og vellíðan.
Hann hefur helgað ævistarf sitt mannræktarvinnu og hefur áratuga ástundun veitt Viðari sjálfum betri skilning á þeim kjarnahugmyndum sem leiða til hamingjuríks lífs. Hann hefur því getað miðlað af eigin reynslu og með áhrifaríkum hætti hjálpað einstaklingum að leita inn á við, tengjast sínu æðra sjálfi og finna fyrir innri friði og ró.
Viðar hefur komið víða við á lífsleiðinni og viðað að sér margs konar þekkingu sem hann styðst einnig við í meðferð og ráðgjöf. Nánar um það HÉR
Viðar er giftur listakonunni og hjúkrunarfræðingnum Helgu Sigurðardóttur og saman eiga þau tvær uppkomnar dætur. Árið 2012 byrjuðu hjónin að vinna saman að afar skemmtilegu listaverkefni, en um ræðir sköpun málverka sem búa yfir þeim eiginleikum að vera afar gefandi og heilandi fyrir áhorfandann og það rými sem verkin standa í. Viðar og Helga tala um ‚nærandi list‘ í þessu samhengi og kalla verkin sín Yantra Paintings.
Sjá nánar á vefsíðu þeirra hjóna: www.yantrapaintings.com
EFT og dáleiðsla
Viðar er sérfræðingur í EFT og dáleiðslu-fræðingur. Hann býður upp á ráðgjöf og meðferðir til betra lífs með nálgun sinni Theta Velferð þar sem hann samhliða notar EFT, dáleiðslu og heilun.
Viðar útskrifaðist sem dáleiðslufræðingur, Certified Hypnotherapist (CHT) frá Hypnotherapy Training Institute í San Fransisco árið 1999 og er viðurkenndur af The American Council of Hypnotist Examiners (A.C.H.E.).
Meðal kennara Viðars voru Randal Churchill, sem var fyrsti forstjóri A.C.H.E., Marleen Mulder, núverandi aðstoðarforstjóri A.C.H.E. og Ormond McGill, goðsögn bandarískra dáleiðslufræðinga.
Ráðgjöf Viðars er m.a. byggð á kenningum og dáleiðslufræðum Milton H. Erickson, stofnanda American Society of Clinical Hypnosis.
"The A.C.H.E. is the primary organization that has been responsible for the recognition and regulation of hypnotherapy training in the USA. This organization is a state-chartered, non-profit professional corporation that has established standards for specialized education and maintains standards of practice and a code of ethics".
Árið 2003 braut Viðar blað í sögu mannræktar á Íslandi er hann kynnti og innleiddi hingað til lands byltingarkennda nýja tækni á sviði lífsorku-sálarfræði (Energy Psychology). Tæknin sem á ensku heitir Emotional Freedom Techniques, eða EFT og ‚dumpun‘ (tapping) í daglegu tali, hjálpar í dag þúsundum manna um allan heim að öðlast bjartara, léttara og frjálsara líf.
Aðferðir, úrræði og meðferðir sem styðjast við kenningar lífsorkusálarfræðinnar eru að ryðja sér til rúms í dag af miklum krafti, af þeirri afar einföldu ástæðu að fólk er að sjá raunverulegar, áþreifanlegar breytingar á lífi sínu.