top of page

ÁGÚST 2013

SAMBÖND- VALDABARÁTTA EÐA TRAUST?

 

GÓÐ HEIÐARLEG OG FALLEG SAMBÖND 

5 grunnþrep og hæfni til að viðhalda þeim

Þegar við skoðum sambönd umbúðalaust, og sleppum hlutlægninni og lituðu gleraugunum, þá  sjáum við að þau ganga í gegnum fimm fyrirsjáanleg þrep.  Að þekkja þessi þrep er eins og að hafa kort sem mun hjálpa okkur að finna nákvæmlega hvar sérhvert samband er statt, sjá hvaðan við komum og hvar við höfum verið og þetta kort getur síðan hjálpað okkur að velja hvert við viljum fara og hvert við getum farið.  Skilningur á þessum þrepum mun einnig hjálpa okkur að takast á við ákveðin mál á árangursríkari máta.

 

Þrep eitt – Aðdráttarafl (Aðlöðun)

Þrep tvö – Valdatafl

Þrep þrjú – Samvinna

Þrep fjögur – Samvirkni

Þrep fimm – Fullkomnun

 

Til að mynda ágreiningur, samskiptaörðugleikar og misskilningur eru oft fyrirsjáanlegur og óhjákvæmilegur partur af þrepi tvö.

 

Ef þú veist þetta ekki, þá gætir þú auðveldlega rangtúlkað það sem er að gerast í sambandinu, tekið óviðeigandi ráðstafanir og misst af mikilvægum lærdómi og vaxtamöguleikum.

 

Hvert þrep þarfnast mismunandi fjölbreyttrar hæfni. Góð samskipti felast í að fullkomna þessi hæfnisatriði.

 

Grunnþrepin hér að neðan eru hluti af námseiði sem hjónin Paul og Layne Cutright hafa verið að þróa og vinna með í yfir 30 ár með afar góðum árangri. Efnið er þýtt, stílfært og endursagt með leyfi þeirra hjóna.

 

Þrep eitt – Aðlöðun (Aðdráttarafl)

Þetta þrep sambandsins er  lýst sem mikilli hrifningu á annarri manneskju, fyrirtæki eða áformum og ósk um að læra meira um þau, og einnig þrá eftir að deila af sjálfum sér.  Þetta er skemmtilegur tími og manni líður vel.  Þetta er sá tími þegar jákvæðir möguleikar eru skynjaðir og kannaðir.  Þetta er þrep sem fólk vill að vari endalaust. 

 

 

Frumskilyrði og hæfni í að ná góðum árangri á þessu þrepi

1. Vertu full/ur áhuga, ekki einungis „bara“  áhugasöm/samur

2. Líttu eftir og einbeittu þér að því besta í öðru fólki

3. Viðurkenndu/hrósaðu öðrum fyrir það góða sem þú sérð í þeim og árangri sem þeir hafa

    náð

4. Hjálpaðu fólki að slaka á í návist þinni, láttu það finna fyrir vellíðan

5. Gerðu þér grein fyrir því nauðsynlega sem þú villt að fólk viti um þig og fléttaðu það inn í               samtalið þannig að fólk „nái“ því hver þú ert

6. Að einfaldlega „vera“ með öðrum án þess að eitthvað sé á dagskránni

7. Vertu sjálfum þér samkvæmur til að byggja upp traust

8. Vertu áreiðanlegur

9. Líttu vel út og lyktaðu vel!

10. Lærðu gott málfar og fullkomnaðu tæknina í því að:

* Heilsa, kveðja

Óska eftir, biðja um

* Hvernig þú hafnar beiðnum

* Vera með loforð

* Vera með afsakanir

Háværar yfirlýsingar

                                                                                                                           

Það sem á að forðast

1. Lygar.

2. Að vera með hvatvísar og snöggar ályktanir.

3. Að fara of snemma inn í skuldbindandi samræður.

4. Að ættlast til að fólk lesi hug þinn og sjái fyrir ástand þitt og fullnægju.

5. Að vera með fyrirfram fastmótaðar myndir eða skipa í flokka, draga í dilka

 

 

Þrep tvö – Valdatafl

Á þessu þrepi fer fólk að prófa hvort annað.  Þetta er eitt erfiðasta þrepið.

Hver fær að koma sínu fram og hvernig? Vantraust frá óuppgerðri fortíð koma upp á yfirborðið og það er oft ótti um að missa stjórnina og þungir dómar falla um hinn aðilann. 

Mörg sambönd ráða ekki fram úr þessu þrepi, og mörg enda þarna.  Þetta þrep fjallar raunverulega um að byggja upp traust.

 

Frumskilyrði og hæfni í að ná góðum árangri á þessu þrepi

1. Þekktu og viðurkenndu tilfinningar sem fara um þig.

2. Talaðu í samræmi við þessar tilfinningar. Vertu heiðarleg/ur þegar þú tjáir þessar tilfinningar.

3. Hafðu samskipti án ásökunar.

4. Speglaðu sálfan þig – taktu eftir hugsunum, tilfinningum og framkomu án þess að dæma.

5. Taktu ábyrgð á eigin mistökum (misskilningi) án þess að brjóta sjálfan þig niður.

6. Taktu eftir eigin ósjálfráðu, fljótfærnislegu útskýringum á öðrum og atburðum.

7. Vertu til staðar þegar aðrir eru í uppnámi án þess að fara sjálf/ur í vörn.

8. Þekktu og vertu fær um að tjá þörf þína fyrir trausti.

9. Vertu fær um að endurbyggja traust þegar það er brostið.

10. Notaðu núverandi ójafnvægi til að leysa fortíðina.

11. Að biðja um hjálp.

12. Fyrirgefðu þér og öðrum.

13. Gerðu leiðréttingar án þess að brjóta þig niður.

14. Ekki stjórna öðrum eða velja fyrir þá..

15. Ekki fórna þér – vertu göfuglynd/ur.

16. Þjálfaðu andlega samstillingu til að finna hæfustu/göfugustu leiðina..

17. Taktu frumkvæðið – vertu ábyrg/ur fyrir eigin þörfum.

18. Breyttu kvörtunum þínum í beiðni.

19. Vertu skýr í kollinum og skynug/ur í áköfum tilfinningum eða áköfum tilfinningum annarra.

20. Hafðu stjórn á skapsmunum, hugsunum, tilfinningum sem fara um þig og láttu hugann     

       vera hlíðinn þjón.

 

Það sem á að forðast

1. Að gefa úrslitakosti.

2. Að ásaka aðra.

3. Að slúðra og taka þátt í slúðri um aðra.

4. Að vera ill/ur, árásargjörn/gjarn, meiðandi og dómhörð/harður.

5. Að segja hluti sem þú sérð eftir.

 

 

Þrep þrjú  - Samvinna

Á þessu þrepi, lærið þið að treysta á hvort annað, að leysa ágreining á gagnkvæman,  fullnægjandi og hagsælann máta. Þið lærið að deila orkunni og meta hæfileika og gáfur hvors/hvers annars. En þrátt fyrir það er sambandið enn sjálfmiðað – „Hvað get ég fengið út úr sambandinu?“  frekar en „Hvað getum við skapað með þessu sambandi?“ Verið á varðbergi fyrir fölskum samböndum þar sem ein persóna sættir sig við hina bara til þess að „halda friðinn“.  Ennþá er þetta valda brölt, en aðeins í óljósara formi.

 

Frumskilyrði og hæfni í að ná góðum árangri á þessu þrepi

1. Þekktu eðli óska þinna og tjáðu þær skýrt .

2. Auktu getu þína fyrir samúð.

3. Lestu tilfinningar annarra.

4. Virtu trúverðugleika annarra og gerðu ráð fyrir trausti frekar en að gruna annað.

5. Leggðu þig fram um að vekja upp mikið traust frá öðrum.

6. Láttu þér vera umhugað um aðra.

7. Finndu tengingu við aðra.

8. Skapaðu eldmóð.

9. Finndu og útskýrðu sameiginlega leið.

10. Þekktu og tjáðu þig um það hvernig aðrir hafa áhrif á þig, þegar þeir upplifa tap og sigra,

       ýmiskonar vandamál og einnig þegar þeim líður vel og þeir blómstra.

11. Veldu ábata og hagsæld til lengri tíma  – Yfirstígðu þörfina fyrir augnabliks gróða og ánægju.

12. Hæfni með skapandi tækni eins og sjónsköpun, markmiðssetningum osfrv.

13. Þekktu og tjáðu breytanlegt ástand þitt fyrir ánægju (fullnægju)

14. Vertu hlutlaus í samkeppni um leið og þú hvetur til samstarfs.

15.Geta til að tjá sig á hærra plani, sérstaklega undir álagi.

16. Vertu nærgætin/n og styrkjandi jafnt í áhyggjum, uppnámi og undir álagi.

17. Léttu fyrir samtölum í:

* Ágiskunum og möguleikum.

* Skipulagningu og áætlunum.

*  Skuldbindingum og athöfnum.

 

Það sem á að forðast

1. Að gera sér upp, vera með hroka.

2. Fórna sér – það leiðir alltaf til gremju á endanum

3. Halda aftur af mikilvægum upplýsingum út af hræðslu.

 

 

Þrep fjögur – Samvirkni

Í þrepi fjögur kemur fram skilningur á því að kraftur tveggja eða fleiri einstaklinga er meiri en kraftur hvers fyrir sig.  Því fylgir ábyrgð og sérstök einbeiting þegar þú notar þennan kraft.

Sérstök fullnægja, innilegt samband og djúp skynjun á gagnkvæmu trausti, mætti og kyrrð lýsa þessu þrepi.  Þetta getur verið mjög skapandi og framúrskarandi samband.  Það býr einnig yfir viðurkenningu og þakklæti.  Sambandið geislar af gleði og krafti á þessu þrepi.

 

 

Frumskilyrði og hæfni í að ná góðum árangri á þessu þrepi

1. Endurlífgaðu sköpunarkraftinn.

2. Jafnvægi í vinnu og leik.

3. Vertu vakandi fyrir og jafnaðu út sjálfumgleði.

4. Fínstilltu og þróaðu sérstaka hæfileika.

5. Dansaðu og gefðu eftir á  tímum ringulreiðar fyrir nýtt upphaf.

6. Slepptu sjálfselsku og bindingum.

7. Helgaðu þig eins mikið sameigilegum stærri verkefnum sem þú tekur þátt í eins og þú  

     helgar þig þínum eigin.

8. Þjálfaðu þig í að láta sambandið „anda - lifa“  

9. Vertu viðbúin/n tímabundinni valdabaráttu þegar ábyrgðin vex og búðu þig undir hana.

 

 

Það sem á að forðast

1. Að taka sambönd og fólk sem sjálfsögðum hlut.

2. Að verða  um of ölvaður af gleði yfir vegsemd samvirkninnar, þannig að þú missir

     jafnvægið í lífinu.

3. Að ætlast til að samvirknin endist án þess að hlúð sé að sambandinu.  

 

 

Þrep fimm – fullkomnun

Þetta er þrep sem margt fólk óttast og forðast algerlega að takast á við.

Sambönd geta náð fullkomnun á fjóra vegu:  vaxa frá hvort öðru, útskúfun/brottrekstur, meðvituð fullkomnun eða dauði.  Stundum snýst  fullkomnunin um það að breyta sambands forminu en ekki endilega alger endir á sambandinu.

 

Frumskilyrði og hæfni í að ná góðum árangri á þessu þrepi

1. Leyfðu þér að meðtaka breytingar og fljóta með þeim.

2.  Viðurkenndu og fullgerðu mikilvægið og lærdóminn af sambandinu.

3. Andleg samstilling.

4. Berðu ábyrgð á mistökum án sjálfseyðileggingar.

5. Hæfni til að geta beðist afsökunar.

6. Endurskilgreindu sameiginlega leið – breyttu venjunni.

7. Berðu skýrt fram göfugustu andlegu hugsun og hugmynd fyrir sambandinu.

8. Áttaðu þig á því hvað þú vilt, til að vera fullnægð/ur.

9. Skapaðu öruggt rými fyrir samræður, til að vera viss um að þú finnir fullkomnun í öllu sem

     þarf að segja og gera og sé í anda ástar og virðingar fyrir öllum hlutaðeigandi.

10. Gefðu svigrúm fyrir og leyfðu heilbrigða og heiðarlega tjáningu á ótta, reiði, sorg eða

       hverjum öðrum tilfinningum.

 

Það sem á að forðast

1. Að upplifa sig sem fórnarlamb.

2. Að taka hlutum of persónulega.

3. Að sporna við breytingum.

4. Að misskynja að aðrir eru uppspretta gleði þinnar og hamingju.

 

 

Með því að vera meðvituð um þessi fimm þrep í þróun allra sambanda, getur maður auðgað þau gleði, skilvirkni, og hlýju. Samskiptin verða betri, meira flæðandi og manni líður betur með sjálfan sig og aðra í kringum sig.

 

Maður er manns gaman* 

 

Viðar Aðalsteinsson, mannræktarráðgjafi

Theta Velferð

 

 

bottom of page