top of page

Við getum valið að taka til í undirmeðvitundinni

NÚNA

 

Mars er að byrja, og út frá stjörnuspekinni erum við því að fara inn í mitt vatnsmerki fiskanna, sem varir fram til 21. mars. Vatn tengist tilfinningum og tilfinningar fara um undirmeðvitundina og er því tilvalið að skola í burt gamla lúna vana og önnur óþægindi sem hafa verið að valda okkur óöryggi og þyngslum.

Það er svo merkilegt með undirmeðvitundina að hún er eins og harði diskurinn í tölvunni; gleypir við öllu og geymir allt sem fer þar inn. Hjá okkur manninum gerist þetta bæði meðvitað og ómeðvitað.

(HÉR AÐ NEÐAN : ÞAR SEM FRÁ VAR HORFIÐ Í MARSFRÉTTABRÉFI THETA VELFERÐAR ... )

SKRÁNING Á PÓSTLISTA HÉR



Það er því mjög mikilvægt að við tökum til í undirmeðvitundinni, eins og við ættum að gera við harða diskinn í tölvunni ef við viljum að hann virki vel og svari okkur hratt og örugglega.  Þegar tölvan er farin að hægja á sér og jafnvel frjósa, þá vitum við að það er eitthvað sem er ekki alveg í lagi, einhver óværa að skemma fyrir okkur, nú eða forrit sem eru ekki að virka eins og vera skyldi.  Þá þurfum við að taka til og hreinsa út, leiðrétta villur og laga ef hægt er og í sumum tilfellum að henda út forritum og setja inn ný í staðinn. En að sjálfsögðu notum við ekki vatn til verksins ef tölvur eiga í hlut, það gefur auga leið, það myndi vera  algjör eyðilegging á raftækinu ;)

Samlíkingin er sláandi þegar við ræðum um undirmeðvitundina. Hún er nefninlega eins og harði diskurinn í tölvunni, með samsafn af minningum og hugsunum sem hafa safnast saman í tímans rás. Sumar af þessum minningum eru jafnvel misskilinn sannleikur og rangtúlkaður skilningur sem var tekinn inn í undirmeðvitundina í miklu tilfinningalegu  ójafnvægi og kom hann sér fyrir í minnisbankanum (harða disknum).  Þar fer allur þessi misskilningur og falski sannleikur síðan að skemma út frá sér, og einn daginn þegar síst skildi, upplifum við vanlíðan og óöryggi sem getur verið erfitt að leiðrétta og losna undan, ef við kunnum ekki til verka. 

Þessi vanlíðan og óþægindi geta verið ýmiskonar, allt frá léttvægum áhyggjum yfir í mikinn ótta og jafnvel skelfilega hugarangist, og allt þar á milli.  Maður gæti haldið að eitthvað sem tekur svona langan tíma að safnast upp í undirmeðvitundinni væri erfitt að leiðrétta á auðveldan máta, en svo er ekki. 
 

Það er oftast tíminn sem við látum þvælast fyrir okkur! En nú í dag samkvæmt hinum ýmsu rannsóknum, vitum við þó að  tíminn er afstæður.  E-t ákveðið tilfelli, einhver ákveðin orsök og afleiðing úr fortíðinni sem við héldum að væri ekki hægt að lagfæra vegna þess að hún væri búin að festa sig inn í minnið og væri óhaggandi sannleikur fyrir okkur, er því í rauninni huglæg blekking, og við föst í tímarugli. Við veltum fram fyrir okkur og aftur fyrir okkur  tímanum sem  getur aldei verið annað en NÚNA. Fortíðin ber eingöngu með sér minningar og huglæg tengsl við löngu liðna tíð, og framtíðin kallar fram væntingar og þrár, drauma og óskir um betri tíð og blóm í haga. Hvorugt af þessu  þarf lengur að trufla eða brengla skilning og upplifun okkar og tengsl við nútímann.



Það sem við getum gert til að losna undan þessu neikvæða tímaflakki er að samþykkja okkur sem tímalausar vitundir sem ferðumst um í eilífu núvitundarástandi með vitneskju um að við erum að koma frá einhverjum stað og séum að nálgast næsta stað í augnablikinu, alltaf fersk tær og ný í núvitund á andlega og huglæga sviðinu. Við segjum skilið við allar neikvæðu minningarnar og atvikin, lærum að þiggja og þakka fyrir reynsluna og prófin sem voru lögð fyrir okkur, og stígum djörf og keik inn í sí-nýja framtíð.

Við ferðumst um í líkama sem er hluttengdur og efnisgerður með ákveðið lífsmark. Það er að segja, hann er forgengilegur og hverfull, hefur ákveðinn líftíma til að þroskast og blómstra en samkvæmt lögmálinu eldist og brotnar niður í öreindir sínar og hverfur úr efninu.
 

Aftur á móti við sem sál-andlegar vitundir, líðum áfram um óravíddir alheimsins á svið nýrra og spennandi ævintýra,  inn á ný tilvistarsvið þar sem við fáum að öllum líkindum að þroskast og þróast áfram, Guði sé lof.
 

Það kemur í ljós :)



Viðar Aðalsteinsson, mannræktarráðgjafi

 



 

7.MARS 2013

TILTEKT Í MARS - HVAÐ ER EKKI AÐ ÞJÓNA OKKUR LENGUR?

bottom of page