top of page

Tryggð – Hollusta

Allir hlekkir keðjunnar eru mikilvægir

 

 

Ekkert annað spendýr sýnir eins mikinn vilja til andlegrar tryggðar við fjölskyldu og samfélagsheild  og Úlfurinn.Viðhorf Úlfsins er einfaldlega, stöðug sýn á velgengni allra í Úlfasamfélaginu.

 

Samansöfnuð viska Úlfsins hefur smámsaman hlaðist upp og fléttast inn í uppbyggingu genanna í gegnum aldirnar.  Úlfurinn hefur meistaragráðu í tækni við að einbeita allri orku sinni í virkni sem leiðir til þess að hann nær markmiðum sínum. 

 

(HÉR AÐ NEÐAN : ÞAR SEM FRÁ VAR HORFIÐ Í SEPTEMBERFRÉTTABRÉFI THETA VELFERÐAR ... )

 

Úlfar hlaupa ekki stefnulaust í kringum bráð sína, vælandi og ýlfrandi.  Þeir eru með mikilvæga áætlun og fyrirætlan og framkvæma hana í gegnum stöðug samskipti sín á milli.  Þegar augnablik sannleikans rennur upp, þá veit hver og einn þeirra hvaða hlutverki þeir gegna og skilja nákvæmlega hvað er ætlast til af þeim frá hópnum.

 

Úlfurinn reiðir sig ekki á heppni.  Samheldnin, hópvinnan og þjálfun og skilningur á hlutverkum hvers og eins innan hópsins ákvarðar hvort hópurinn kemst af eða deyr.

 

Nú skulum við aðeins skoða viðhorf og vilja mannfólksins til tryggðar og hollustu við samfélagsheildina.

 

Það er fræðandi að skoða einkunnarorð sumra fyrirtækja varðandi umsækjendur, en nánast allir álíta að til þess að verða metnir að verðleikum, þá þurfi þeir að sækjast eftir að verða stjórnendur eða leiðtogar innan fyrirtækisins.  Ástæðan virðist oft vera misskilningur framkvæmdastjóranna þegar þeir persónugera framkvæmdina og telja sér og umsækjendunum trú um að þeir ráði aðeins fólk sem óski eftir og vilji fá starfið þeirra.  Þetta viðhorf er talið eiga að tryggja að manneskjan hafi metnað, kjark, þor, harðfylgið og drifkraftinn eða hvað sem til þarf. 

 

Í raunveruleikanum getur  þetta sjálfhverfa viðhorf einfaldlega skapað vafasamt ástand og verið viðvörun um samkeppni og  eins manns klifur í gegnum fyrirtækið sem getur endað með vonbrigðum, sársauka, afbrýðisemi, ósamlyndi, tortryggni og líkamlegu niðurbroti, almennum heilsubresti. Heillavænlegra væri að huga að mikilvægi gagnkvæmrar virðingar, samstarfs og samheldni, hópvinnu og tryggðar, sem  hefði aðra útkomu í för með sér, bæði varanlegri og betri fyrir heildina.

.

Skoðum aftur Úlfana og athugum hvernig þeir fara að.

Það eru ekki allir í Úlfahópnum sem eru að kappkosta við að verða leiðtogar hópsins, en þeim er eðlislæg sú hæfni að tengjast sínum innri leiðtoga.  Sumir eru snjallir í veiði, aðrir í umönnun og enn aðrir létta upp á andann, móralinn, en hver og einn dregst að því hlutverki sem hann sinnir best. 

 

Hlutverk hvers og eins kemur strax í ljós í leikjum hvolpanna og slípast með þeim það sem eftir er æfinnar.  Viðhorf Úlfsins grundvallast alltaf á,  hvað er best fyrir hópinn?  Þetta á ekki alltaf við um okkur mennina, þar sem viðhorfið er oft því miður, hvað get ég fengið út úr þessu samstarfi en ekki hvar geta hæfileikar mínir fyrst og fremst gagnast heildinni?  Og oft eyðileggjum við samtök okkar, fjölskyldur og fyrirtæki, af því að við sjáum ekki alltaf heildarmyndina, heill allra.

Engin keðja er eins sterk og veikasti hlekkurinn.  Leyfum öllum hlekkjunum að njóta sín, allir hlekkir keðjunnar eru mikilvægir.  

 

Úlfum stendur sjaldnast raunveruleg ógnun af öðrum dýrum. Stöðug meðvitund og skilningur á eigin færni og færni allra annarra meðlima hópsins, gerir úlfahópa nær ósigrandi.  Þeir eru meistarar í að skipuleggja augnablikin þegar  tækifærið kemur í ljós, og þegar það gerist, þá eru þeir tilbúnir að láta til skarar skríða. 

 

Vegna þjálfunar, góðs undirbúnings, skipulags, góðra samskipta og valkosts fyrir aðgerð, þá er vænting Úlfsins ávallt að vera sigursæll.  Enda þótt í raunveruleikanum sé það ekki rétt nema í 10 prósent tilfella eða minna, þá er viðhorf Úlfsins alltaf það sama að ná árangri - og hann gerir það.

 

Gæti maðurinn tileinkað sér einhverja eiginleika Úlfsins og styrkt eðlisþætti og grunngildi í sjálfum sér eins og tryggð og hollustu sem Úlfurinn er ríkur af?  Það gefur auga leið að Úlfurinn er góður kennari. 

 

Elskum og lifum þessa eðlisþætti í okkur.   

Ljós og kærleikur,

Viðar  

 

Ps: Það er sama yndislega saklausa hjartað sem slær fyrir fallega vinstri ökklann og ljótu stórutánna á hægri fæti! J

 

23.SEPTEMBER 2013

ÚLFASPEKI

bottom of page